Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kynnir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Hafnarstræti 80 og 82.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall hækki og að leyfileg hámarkshæð hækki einnig lítillega.
Þá gerir tillagan ráð fyrir að hætt verði við að stækka bygginguna við Hafnarstræti 82 og tengja þess í stað Hafnarstræti 80 við 82 og að í þeirri vinnu verði hugað sérstaklega að því að tengingin eyðileggi ekki upprunalegt útlit Hafnarstrætis 82. Með þessari breytingu er fallið frá fyrri áætlunum um hótel íbúðir og verði hótelherbergjum þess í stað fjölgað umtalsvert.
Kvöð um aðgengi milli Hafnarstræti 80 og 82 helst óbreytt en mun fara um jarðhæð Hafnastrætis 80 í stað þess að fara um opið rými á milli húsanna líkt og gildandi skipulag gerir ráð fyrir.
Tillöguuppdrætti má nálgast hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrar frá 24. janúar - 1. mars 2024, á heimasíðu bæjarins á sama tíma: www.akureyri.is – neðst á forsíðu undir: Auglýstar skipulagstillögur og á skipulagsgatt.is undir málsnúmeri : 44/2024.
Ábendingum þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram má skila með tölvupósti á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til þjónustu- og skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri.
Breyting á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits - Hafnarstræti 80-82 (pdf).
Frestur til að koma á framfæri ábendingum við tillöguna er til 1. mars 2024.
24. janúar 2024
Skipulagsfulltrúi