Hiti fór upp úr öllu valdi hér á Akureyri í vikunni og bauð Vinnuskólanum í léttan dans.
Ungmennin fengu svo sannarlega að blómstra í að undirbúa herlegheiti helgarinnar, enda mikið um að vera í bænum.
N1 mótið er komið í gang og fékk Vinnuskólinn það verk að fegra svæðið fyrir mót. Það sama má segja um svæði Þórs, en í dag fór af stað Pollamótið fræga ásamt þeirri skemmtun sem því fylgir. Önnur verkefni sem fengu að fljóta með var fegrun miðbæjarins, ruslatínsla, eyðing njóla, beðahreinsun og svo var tekið umhverfi Rauða krossins og Hof í gegn.
Til þess að fagna árangri vikunnar brugðu sumir á það ráð að kæla sig í sjónum í lok vinnudags. Vinnuskólinn vill koma því á framfæri að hugsa vel um umhverfi okkar, því á endanum erum við öll í sama liði.
Eigið góða helgi og njótum þess að vera til.