Nú fer senn að líða að lokum í Vinnuskólanum þetta sumarið.
Gengið hefur vonum framar og ekki skemmir fyrir blíðuna sem hefur dekrað með nærveru sinni í sumar.
Ungmennin hafa til 12. ágúst að klára tímafjöldann sem þeim var úthlutað fyrir sumarið. Með því fyrirkomulagi skapast svigrúm fyrir forföll sem hægt er að vinna upp.
Því má búast við því að einhver hópur ungmenna klári sína tíma á næstunni.
Frekari upplýsingar um fjölda tíma má sjá hér, en árgangur 2007 getur unnið allt að 105 klst en 2006 getur unnið allt að 120 klst.
Haldið hefur verið uppi skráningu tíma í allt sumar og flokkstjórar láta vita þegar fer að líða að lokum.
Hægt er að hafa beint samband við flokkstjóra skólanna ef spurningar vakna um stöðu tíma.