Nú fer fyrstu viku Vinnuskólans senn að ljúka og hefur gengið vonum framar þessa fyrstu daga. Vinnuhóparnir hafa tekið höndum saman við að hreinsa og fegra umhverfi okkar og halda því óaðfinnanlegu.
Verkefnunum hafa verið tekin með bros á vör og gleðin aldeilis verið í fyrirrúmi. Tæp 400 unglingar eru í Vinnuskóla Akureyrar í sumar sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Vinnuskólinn er fyrir 14 til 17 ára unglinga sem starfa um bæinn í sínum hverfisskóla eða hjá stofnunum og félögum Akureyrar.
Lögð verður rík áhersla á að veita nemendum jákvæða og uppbyggilega innsýn í atvinnulífið. Byggja upp vinnuvirðingu, skapa trausta og sterka liðsheild og veita unglingum Vinnuskólans fjölbreytileg tækifæri til að fræðast um bæinn og nágrenni hans.