Velferðarráð

1369. fundur 24. maí 2023 kl. 14:00 - 15:39 Glerárgata 26, kálfur, fundarherbergi
Nefndarmenn
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson
  • Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
  • Elsa María Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Tinna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs
  • Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Birna Kristjánsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Áætlun um greiningar- og þjálfunarheimili

Málsnúmer 2023030120Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. maí 2023 þar sem settar eru fram tillögur að samstarfsverkefni milli velferðarsviðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytis. Um er að ræða áætlun um stofnun og rekstur greiningar- og þjálfunarheimilis.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni að vinna málið áfram.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Nú þegar liggur fyrir nánari greining á fjármagnsþörf og hvernig skipting milli ríkis og sveitarfélags gæti verið, ætti að leggja allt kapp á að fá niðurstöðu í samtal við ráðuneytið. Einnig eru augljós margfeldisáhrif bæði faglega og til hagræðingar af þjálfunar- og greiningarstað fyrir börn og fjölskyldur í hvað erfiðastri stöðu. Það getur, til lengri tíma litið, skipt mjög miklu máli þegar unnið er með þessa viðkvæmu hópa.


Snæbjörn Guðjónsson V-lista styður bókun Elsu Maríu.

2.Fjárhagsaðstoð 2023

Málsnúmer 2023011182Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2023.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

3.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2023

Málsnúmer 2023011181Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit velferðarsviðs eftir fyrstu fjóra mánuði ársins.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

4.Verklagsreglur um styrki velferðarráðs

Málsnúmer 2023050970Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar nýjar reglur Akureyrarbæjar um styrki og lagðar fram til samþykktar uppfærðar verklagsreglur velferðarráðs um úthlutun og markmið styrkja sem ráðið útdeilir.
Velferðarráð samþykkir uppfærðar verklagsreglur um styrki fyrir sitt leyti.

5.Fundargerðir öldungaráðs 2022 - 2023

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Tekinn er fyrir 1. liður í fundargerð 27. fundar öldungaráðs sem vísað er til velferðarráðs frá bæjarráði. Þar leggur öldungaráð til að bæjarstjórn Akureyrarbæjar leitist eftir þátttöku í skilgreindu þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu sem veitt er eldra fólki í heimahúsum undir sameiginlegri mannafla- og fjármálastjórn.
Málið var tekið til umfjöllunar á velferðarráðsfundi 26.apríl og verður áfram fylgst með framvindu verkefnisins.

6.Fundargerðir öldungaráðs 2022 - 2023

Málsnúmer 2023050173Vakta málsnúmer

Tekinn er fyrir 2. liður í fundargerð 27. fundar öldungaráðs sem vísað er til velferðarráðs frá bæjarráði. Þar bendir öldungaráð á að aðgengi eldra fólks á Akureyri að hollri næringu sé áhyggjuefni og hvetur bæjaryfirvöld til að leita leiða til að fá hádegismat á viðráðanlegu verði fyrir eldra fólk í Birtu og Sölku.
Fyrir liggur útfærsla á tilraunarverkefni vegna máltíða í félagsmiðstöðvunum Birtu og Sölku sem var samþykkt í fræðslu- og lýðheilsuráði 15. maí 2023.

Fundi slitið - kl. 15:39.