Málsnúmer 2018010419Vakta málsnúmer
Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu vegna nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu að upphæð 1,2 milljónir króna.
Markmiðið er að þróa og prufukeyra nám eða námskeiðstilboð í samstarfi við Símey-símenntunarmiðstöð, sem getur gagnast fyrir almennt starfsfólk í velferðarþjónustu og einnig nýst sem fræðsluefni fyrir almenning um velferðartækni.
Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið á vormisseri 2018 og verði síðan hluti af námsframboði haustið eða veturinn 2018-2019.