Málsnúmer 2024010431Vakta málsnúmer
Rætt stuttlega um Sumartóna 2024. Niðurstaða er komin í málið varðandi tónlistaratriðin. Mikil óánægja var meðal fulltrúa um hvernig valinu á fræga tónlistarmanninum var háttað. Sagt var frá því að eftir að ungmennaráð hafi sent inn sínar hugmyndir hafi framkvæmdaaðilar óskað eftir fleiri tillögum og var því einnig leitað til félagsmiðstöðvanna og tillögur frá þeim sendar inn en ekkert heyrst eftir það. Síðan þá hefur verið valið, án upplýsinga eða samráðs við ungmennaráð, aðili sem hvergi var á tillögulista og auglýsing sett í loftið.
Ungmennaráð fól umsjónarmanni ráðsins að kanna það hvers vegna málið var unnið á þennan hátt.