Umhverfisnefnd

99. fundur 09. desember 2014 kl. 16:00 - 18:10 Hótel KEA
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Óskar Ingi Sigurðsson
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Starfsmenn
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Kristinn Frímann Árnason D-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður hans.
Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki á fundinn og ekki varamaður hans.

1.Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185Vakta málsnúmer

Sverrir Thorstensen mætti á fundinn og kynnti skýrslu um fuglatalningu í Hrísey 2014 ásamt eldri fuglatalningum þar.

Umhverfisnefnd þakkar Sverri greinargóða kynningu á fuglalífi Hríseyjar 2014 og samanburði við talningar þar árin 1994 og 2004.

2.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti 29. ágúst 2012 að hluti Glerárdals yrði skilgreindur sem fólkvangur í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 44/1999, gr. 55. Einnig var samþykkt að gerð yrði tillaga til Umhverfisstofnunar um mörk og nýtingarmöguleika fólkvangsins og gerð grein fyrir þeim takmörkunum sem ákvörðun um fólkvang kann að setja Akureyrarbæ sem rétthafa landsvæðisins.
Í framhaldinu voru lagðar fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólksvangs. Tillagan er lögð fram á ný eftir kynningu Umhverfisstofnunar þar sem gerðar hafa verið þrjár orðalagsbreytingar í texta friðlýsingarskilmála.
Innkomin umsögn frá ISAVIA dagsett 28. nóvember 2014, sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.

Umhverfisnefnd samþykkir breytingarnar og vísar málinu til afgreiðslu í skipulagsnefnd.

Fundi slitið - kl. 18:10.