Umhverfisnefnd

93. fundur 13. maí 2014 kl. 16:15 - 17:55 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Ómar Ólafsson
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • María Ingadóttir
  • Ólafur Kjartansson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Úrgangsmál - staðan 2014

Málsnúmer 2014020035Vakta málsnúmer

Áframhald umræðna um úrgangsmál. Lagðar fram tillögur að kynningu ásamt ódags. minnisblaði. Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn.

Umhverfisnefnd þakkar Helga fyrir upplýsingar sem hann veitti. Í framhaldi af fundinum gerir umhverfisnefnd ráð fyrir að kynningarátak fari í gang fljótlega þar sem áhersla verði lögð á aukna og vandaðri flokkun.

2.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Forstöðumaður umhverfismála, Jón Birgir Gunnlaugsson, fór yfir athugasemdir sem bárust umhverfisstofnun vegna fyrirhugaðrar friðunar Glerárdals sem fólkvangs og svör starfshópsins um Glerárdal við þeim.

Umhverfisnefnd þakkar kynninguna.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista tók ekki þátt í umræðunum þar sem hann var einn af þeim aðilum sem skiluðu inn athugasemdum.

3.Kröflulína, Akureyri-Krafla - frá Kífsá að Bíldsárskarði

Málsnúmer 2014030271Vakta málsnúmer

Hulda Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar kynnti hugsanlega strengjaleið Kröflulínu frá Kífsá að Bíldsá.

4.Hrísey - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014010185Vakta málsnúmer

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála kynnti þær upplýsingar frá tilboðsgjafa Þorsteini G. Þorsteinssyni sem óskað var eftir á síðasta fundi

Umhverfisnefnd samþykkir að farið verði í talningu fugla í Hrísey sumarið 2014 samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.

5.Naustaborgir - fuglatalning 2014

Málsnúmer 2014050047Vakta málsnúmer

Umræður um hvort breyta eigi fyrri ákvörðun umhverfisnefndar um að fresta fuglatalningum við Hundatjörn við Naustaflóa til ársins 2015.

Umhverfisnefnd samþykkir að breyta fyrri ákvörðun sinni vegna sérstakra aðstæðna, að talning fugla við Hundatjörn við Naustaflóa verði framkvæmd árið 2014.

6.Skátafélagið Klakkur - staðsetning söfnunarkassa

Málsnúmer 2014050046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 1. maí 2014 frá Skátafélaginu Klakki þar sem farið er þess á leit að það fái að staðsetja söfnunarkassa fyrir einnota drykkjarumbúðir við grenndargámastöðvar í hverfum bæjarins.

Umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu söfnunarkassa fyrir sitt leyti til reynslu í eitt ár.

Fundi slitið - kl. 17:55.