Umhverfisnefnd

88. fundur 05. desember 2013 kl. 16:15 - 18:01 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Hulda Stefánsdóttir formaður
  • Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir
  • Jón Ingi Cæsarsson
  • Kristinn Frímann Árnason
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir
  • Sif Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá
Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir L-lista mætti í forföllum Ómars Ólafssonar.

1.Úrgangsmál - fræðsla og eftirfylgni til almennings

Málsnúmer 2013030068Vakta málsnúmer

Skýrsla um endurvinnslu sem Capacent vann fyrir Akureyrarkaupstað kynnt.
Sigríður Ólafsdóttir frá Capacent mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar Sigríði kynninguna.

2.Garðaúrgangur - eyðing

Málsnúmer 2012040048Vakta málsnúmer

Umræður um fyrirkomulag gjaldtöku samanber tillögur framkvæmdaráðs.
Ólöf Harpa Jósefsdóttir framkvæmdastjóri Flokkunar ehf sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu við að undirbúa gjaldskrá fyrir gámasvæðið að Rangárvöllum.

3.Glerárdalur - fólkvangur

Málsnúmer 2012080081Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram tillögur starfshóps sem skipaður var til að vinna að friðun Glerárdals sem fólkvangs.
Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og ráðgjafi starfshópsins sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti umhverfisnefndar samþykkir tillögurnar og vísar málinu til skipulagsnefndar. Jón Ingi Cæsarsson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Jón Ingi Cæsarsson S-lista óskar bókað:

Undirritaður hefur starfað í starfshópi vegna Glerárdals. Ljóst er að sú niðurstaða sem nú liggur fyrir er mér ekki að skapi og í henni er fórnað meiri hagsmunum fyrir minni.

Helstu ástæður eru:

  • Skorinn er stór hluti af vestanverðum dalnum frá fólkvangssvæðinu til að þjóna hagsmunum Fallorku með 3,3 Mw virkjun.
  • Náttúrufræðistofnun Íslands sem er umsagnaraðili telur hugmyndir um virkjun rýra mjög gildi Glerárdals sem fólkvangs, reyndar telur hún virkjunarhugmyndir ósamrýmanlegar þeim áformum.
  • Með því að stjórnmálamenn á Akureyri hafa gert bindandi samning við Fallorku um Glerá og Glerárdal hafa þeir í reynd tekið ákvörðun um að taka umsagnarréttinn af bæjarbúum hvað varðar deiliskipulagið. Ljóst að íbúum bæjarins er ekki ætlað að hafa áhrif á ákvörðun um virkjun við fólkvanginn.
  • Rennsli Glerár verður mjög skert og áin því langt frá því sem hún er í dag inni á fólkvangssvæðinu. Þar með er eitt merkasta svæði á dalnum, Glerárgil með fossum sínum og skessukötlum ekki svipur hjá sjón til framtíðar.
  • Vegna þess sem að ofan er greint, tel ég að anda afmælisgjafar sem bæjarfulltrúar á Akureyri gáfu bæjarbúum á afmælisfundinum 2012 sé fórnað. Á þeim fundi var tekin ákvörðun um fólkvang á Glerárdal og niðurstaðan sem hér er til umsagnar stendur því ekki undir þeim væntingum að mínu mati.

Ég mun því ekki taka þátt í afgreiðslu þessa máls í umhverfisnefnd.

4.Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal

Málsnúmer 2013050070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 6. nóvember 2013 þar sem óskað er umsagnar um deiliskipulagsbreytingu vegna akstursíþrótta- og skotsvæðis á Glerárdal.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna.

5.Frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál

Málsnúmer 2013110262Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 25. nóvember 2013 þar sem óskað er umsagnar nefndarinnar um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna). Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/143/s/0199.html

Umhverfisnefnd gerir þá athugasemd að óþarft sé að fella lögin úr gildi í heild sinni en getur fallist á að einstaka liði þurfi að endurskoða.

Fundi slitið - kl. 18:01.