Málsnúmer 2011050057Vakta málsnúmer
Eftirfarandi fyrirspurn barst frá Andreu Sigrúnu Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista.
Fram kom í stefnuræðu formanns umhverfisnefndar sem flutt var á fundi bæjarstjórnar þann 3. maí 2011 að svifryksmælar í bænum hafi verið meira og minna bilaðir í allan vetur. Þrátt fyrir það hafa tölur um svifryk verið birtar á heimasíðu bæjarins í vetur. Vinstri hreyfingin grænt framboð óskar því eftir upplýsingum um hvaðan þær tölur sem birtust á meðan mælarnir voru bilaðir komu og hvers vegna íbúum bæjarins var ekki kynnt að mælarnir væru bilaðir.
Umhverfisnefnd þakkar kynningu á skýrslunni.