- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
- Persónuverndarstefna Akureyrarbæjar
Umhverfisnefnd Akureyrarkaupstaðar ítrekar fyrri bókun sína frá 25. mars 2010 um að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar falli frá tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna 120.000 rúmmetra efnistökusvæðis í landi Hvamms, sunnan Kjarnaskógar. Í Umhverfisskýrslu EFLU dags.15. nóvember 2010 er talið að efnistaka í Hvammi geti haft neikvæð áhrif vegna hávaða, rykmengunar og titrings fyrir íbúa aðliggjandi jarðar og gesti Kjarnaskógar. Þessu til viðbótar verður líklega sjónmengun af viðkomandi námu fyrir þá gesti útivistarsvæðisins sem eiga leið um þau svæði sem ofarlega liggja. Einnig er bent á að ætlað efnistökusvæði er stórt þar sem ætlunin er að vinna berg með sprengingum á staðnum. Gera má ráð fyrir hljóðmengun vegna sprenginga og vinnslu grjóts. Reikna má með fallryki af slíkri vinnslu. Jafnframt mun aukin umferð stórra og þungra bíla hafa áhrif til hins verra. Þetta mun þar af leiðandi hafa áhrif á eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Akureyringa og Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Jafnframt er bent á bókun skipulagsnefndar frá þvi 26. janúar 2011 þar sem skipulagsnefnd Akureyrarkaupstaðar gerir athugasemd við að í tillögunni sé gert ráð fyrir efnistöku í landi Hvamms. Í ljósi þessa ítrekar umhverfisnefnd áskorun sína að sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar falli frá tillögu sinni að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar frá 5. desember 2010 vegna 120.000 rúmmetra efnistökusvæðis í landi Hvamms.