Umhverfis- og mannvirkjaráð

101. fundur 21. maí 2021 kl. 08:15 - 10:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Græni trefillinn - Hængsskógur

Málsnúmer 2021050262Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur við Lionsklúbbinn Hæng varðandi Hængsskóg inni á Glerárdal.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samninginn. Jafnframt verði unnið að framtíðarsýn á skipulagi, plöntun og umhirðu á græna treflinum í heild.

2.Stígagerð á Glerárdal - erindi frá Súlum Vertical

Málsnúmer 2021050975Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá félagasamtökunum Súlum Vertical varðandi stígagerð á Glerárdal.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir þær ábendingar sem fram koma í bréfinu og verður tekið tillit til þeirra við áframhaldandi framkvæmdir.

3.Viðhald malbikaðra gatna 2021

Málsnúmer 2019030370Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað varðandi hvaða götur er áætlað að endurmalbika sumarið 2021. Áætlun gerir ráð fyrir 129 m.kr. Í málaflokknum, þar af er verið að úthluta um 80 m.kr. í yfirbræðslur, 15 m.kr. í holufyllingar og samanlagt 10 m.kr. í kantsteina og hraðahindranir, þá er haldið eftir um 20% í ófyrirséð viðhald.

4.Norðurgata 45 - sala

Málsnúmer 2021041494Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur varðandi sölu á Norðurgötu 45 e.h.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir söluna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

5.Loftgæðamál 2021

Málsnúmer 2021011697Vakta málsnúmer

Farið yfir loftgæðamál í fasteignum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna. Áfram verði haldið að fylgjast með loftgæðum í fasteignum Akureyrarbæjar eftir því sem tilefni er til.

Fundi slitið - kl. 10:15.