Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf þar sem óskað er eftir lausn frá leigusamningi.
Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kauptilboðið.