Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar

232. fundur 01. nóvember 2013 kl. 08:15 - 09:30 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Bjarni Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Kristín Þóra Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðni Helgason
  • Óskar Gísli Sveinsson
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bakkahlíð 39 - sala eignar

Málsnúmer 2013100272Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í eignina.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kauptilboðið.

2.Skólastígur 5 - sala eignar

Málsnúmer 2013100006Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í Skólastíg 5.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir kauptilboðið.

3.Íþróttamiðstöð Giljaskóla - kærumál

Málsnúmer 2009100042Vakta málsnúmer

Rætt um framfylgni dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 8. júlí 2013.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra.

4.Fjárhagsáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2014-2017

Málsnúmer 2012010238Vakta málsnúmer

Rætt um drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.

5.Staða nýframkvæmda Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013100289Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu nýframkvæmda.

6.Lystigarður - kaffihús

Málsnúmer 2010110084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 30. október 2013 frá 1912 Veitingum ehf þar sem óskað er eftir lausn frá leigusamningi.
Í upphafi þessa dagskrárliðs vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og var það samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Þar sem ekkert uppsagnarákvæði er í leigusamningnum nema vanefndarákvæði felur stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar formanni og framkvæmdastjóra að vinna áfram að lausn málsins.

7.Verkfundargerðir FA 2013

Málsnúmer 2013010321Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:
Naustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 43. og 44. verkfundur dags. 8. og 22. október 2013.
Þórunnarstræti 99 - L og S verktakar: 10. og 11. verkfundur dags. 10. og 24. október 2013.

Fundi slitið - kl. 09:30.