Stjórn Akureyrarstofu

305. fundur 01. október 2020 kl. 14:00 - 16:10 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2021

Málsnúmer 2020060900Vakta málsnúmer

Samþykktur rammi fjárhagsáætlunar 2021 lagður fram til kynningar.

2.Iðnaðarsafnið á Akureyri

Málsnúmer 2004050105Vakta málsnúmer

Í samstarfssamningi Iðnaðarsafnsins, Minjasafnsins og Akureyrarstofu sem gildir út októbermánuð er kveðið á um að samráðshópur meti árangur og lærdóm af samstarfinu. Minnisblað hópsins lagt fram.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að fá kostnaðarmat á þá sviðsmynd sem rædd var á fundinum.

3.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um stöðu Flugklasans Air 66N 1. apríl - 15. september 2020.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að fá frekari upplýsingar varðandi verkefnið "Hinn hluti Íslands" sem unnið er af Íslandsstofu og ISAVIA og gengur út á markaðssetningu flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum.

4.Listasafnið á Akureyri - rekstur kaffihúss

Málsnúmer 2018010273Vakta málsnúmer

Lagður fram til samþykktar viðauki við húsaleigusamning Kaffi & listar vegna reksturs kaffihúss í Listasafninu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir viðaukann.

5.Staða ferðaþjónustunnar á Norðurlandi v/ COVID-19

Málsnúmer 2020030608Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vegna COVID-19. Könnun gerð á vegum Markaðsstofu Norðurlands á tímabilinu 25. ágúst - 5. september 2020.

6.Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2020

Málsnúmer 2020040153Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 8 mánaða rekstraryfirlit.

7.Samfélagssvið - starfsmannamál

Málsnúmer 2018110172Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt á yfirvinnu í hlutfalli við dagvinnu á kostnaðarstöðvum sem heyra undir stjórn Akureyrarstofu.

8.Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020040527Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar MN frá 8. september 2020.

9.Fundargerðir MAk

Málsnúmer 2019110308Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar MAk nr. 121 frá 21. september 2020 lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

10.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNE frá 2. og 16. september 2020 lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:10.