Málsnúmer 2019100148Vakta málsnúmer
Eins og áður hefur verið til umræðu í stjórn Akureyrarstofu hefur Ferðamálastofa gefið til kynna að hugsanlega verði stuðningi ríkisins við rekstur upplýsingamiðstöðva víðsvegar um landið hætt. Í lok síðasta árs kom loks tilkynningin frá stofnuninni um að beinum stuðningi við miðstöðvarnar verði hætt frá og með árinu 2020.
Þess í stað hefur fjármunum sem í stuðninginn fóru verið úthlutað til Markaðsstofa landshlutanna og er þeim í sjálfsvald sett hvort þeir renna til upplýsingamiðstöðva eins og áður að öllu leyti eða að hluta eða hvort þeir verða nýttir til að auka upplýsingagjöf með rafrænum hætti. Er þetta gert m.a. með þeim rökum að nú sé unnið að stofnun áfangastaðastofa á grunni markaðsstofanna og að í þeirra verkahring verði að annast upplýsingamiðlun til ferðamanna.