Stjórn Akureyrarstofu

292. fundur 09. janúar 2020 kl. 14:00 - 16:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilda Jana Gísladóttir formaður
  • Anna Fanney Stefánsdóttir
  • Sigfús Arnar Karlsson
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Finnur Sigurðsson
  • Karl Liljendal Hólmgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
  • Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri akureyrarstofu
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri Samfélagssviðs
Dagskrá

1.Þrettándagleði Þórs 2020

Málsnúmer 2020010099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. nóvember 2019 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 400.000 vegna Þrettándagleði Þórs 2020.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000.

2.Upplýsingamiðstöð ferðamanna

Málsnúmer 2019100148Vakta málsnúmer

Eins og áður hefur verið til umræðu í stjórn Akureyrarstofu hefur Ferðamálastofa gefið til kynna að hugsanlega verði stuðningi ríkisins við rekstur upplýsingamiðstöðva víðsvegar um landið hætt. Í lok síðasta árs kom loks tilkynningin frá stofnuninni um að beinum stuðningi við miðstöðvarnar verði hætt frá og með árinu 2020.

Þess í stað hefur fjármunum sem í stuðninginn fóru verið úthlutað til Markaðsstofa landshlutanna og er þeim í sjálfsvald sett hvort þeir renna til upplýsingamiðstöðva eins og áður að öllu leyti eða að hluta eða hvort þeir verða nýttir til að auka upplýsingagjöf með rafrænum hætti. Er þetta gert m.a. með þeim rökum að nú sé unnið að stofnun áfangastaðastofa á grunni markaðsstofanna og að í þeirra verkahring verði að annast upplýsingamiðlun til ferðamanna.
Stjórn Akureyrarstofu telur með hliðsjón af þessu nauðsynlegt að Akureyrarbær endurskoði aðkomu sína að rekstri Upplýsingamiðstöðvar. Til stendur að halda fund með hagsmunaaðilum til að ræða framtíð Upplýsingamiðstöðvar og markaðssetningar ferðaþjónustunnar á svæðinu, ekki síst í því ljósi að opna eigi aðra gátt inn í landið og hún verði á Akureyri.



3.Teningnum kastað - listaverk boðið að gjöf

Málsnúmer 2019120271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2019 frá Guðrúnu Björgu Jóhannsdóttur þar sem boðið er að gjöf án nokkurra skilyrða eða kvaða listaverkið "Teningunum kastað" eftir Jóhann Ingimarsson, Nóa.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir umsögn Listasafnsráðs.

4.Mannréttindastefna 2019 - 2023

Málsnúmer 2019030417Vakta málsnúmer

Frístundaráð óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu á mannréttindastefnu Akureyrarbæjar 2019 - 2023.
Stjórn Akureyrarstofu fagnar metnaðarfullri mannréttindastefnu og felur sviðsstjóra að koma á framfæri þeim athugsemdum sem komu fram á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:00.