Málsnúmer 2022020303Vakta málsnúmer
Lögð fram uppfærð starfsáætlun skipulags- og byggingarmála 2024.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað eftirfarandi:
Ef það eru ekki lengur áform um uppbyggingu fjölbýlishúsa í Tónatröð í þeirri mynd sem samþykkt var að auglýsa í febrúar 2023, en ekki verið gert, þá tel ég hreinlegast að taka það verkefni af starfsáætlun og bóka niðurstöðuna svo bæði verktaki og íbúar á svæðinu verði upplýstir um stöðu mála. Í framhaldinu verði sett á starfsáætlun að endurskoða skipulagið með uppbyggingu lítilla fjölbýlishúsa í huga.
Þórhallur Jónsson D-Lista óskar bókað eftirfarandi:
Ég tel að leggja eigi áherslu á að ná samkomulagi við uppbyggingaraðila Tónatraðar sem fyrst. Uppbygging í þeim dúr sem hann hefur kynnt er að mínu mati mjög áhugaverð og verður eflaust mjög eftirsótt. Einnig er þétting byggðar í þeim dúr sem kynnt hefur verið mjög hagkvæm fyrir bæjarfélagið og umhverfið almennt.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.