Fálkafell - skátaskáli - umsókn um enduruppbyggingu

Málsnúmer 2024031109

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 420. fundur - 27.03.2024

Erindi dagsett 21. mars 2024 þar sem að Kári Magnússon f.h. Skátafélagsins Klakks óskar eftir því að fá að rífa gamla skátaskálann og byggja hann upp að nýju með nýrri botnplötu en að sömu stærð að grunnfleti.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að funda með umsækjanda um málið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 424. fundur - 29.05.2024

Erindi dagsett 21. mars 2024 lagt fram að nýju þar sem Kári Magnússon fh. Skátafélagsins Klakks óskar eftir því að fá að rífa gamla skátaskálann og byggja hann upp að nýju með nýrri botnplötu en að sömu stærð að grunnfleti. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs 27. mars 2024 og var afgreiðslu þá frestað. Nú er málið lagt fyrir að nýju ásamt þinglýstum lóðarsamningi frá 1936.
Skipulagsráð samþykkir enduruppbygginguna með þeim skilyrðum að lóðarsamningi verði breytt á þá vegu að kvöð verði sett á um að Akureyrarbær fái forkaupsrétt á eigninni ætli skátafélagið sér að selja eignina.