Skipulagsráð

382. fundur 18. maí 2022 kl. 08:15 - 09:42 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar áheyrnarfulltrúa.

1.Hyrnuland 1,3,5,7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022042921Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2022 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Hálanda ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir 3. áfanga Hálanda. Fyrirhugað er að breyta lóðamörkum Hyrnulands 1, 3 og 5 til að koma fyrir nýrri lóð, Hyrnulandi 7. Meðfylgjandi er skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Huldulands 2 og 4.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

2.Sjafnargata 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050652Vakta málsnúmer

Erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar dagsett 12. maí 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Sjafnargötu. Fyrirhugað er að reisa húsnæði fyrir verslun á vesturhluta lóðar ásamt þjónustuhúsi. Einnig er óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til breytinga á skipulagi á lóð nr. 2 við Austursíðu. Þær breytingar felast í byggingu tveggja þjónustuhúsa við norðvesturhluta lóðar.

Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins. Er útfærslu hringtorgs á Síðubraut vísað til umsagnar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

3.Týsnes 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022050685Vakta málsnúmer

Erindi Ingólfs Freys Guðmundssonar dagsett 13. maí 2022 þar sem sótt er um tilfærslu á byggingarreit á lóð nr. 12 við Týsnes. Tilfærslan er 5 m til norðurs.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhafa Týsness 10.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

4.Þórunnarstræti 114 - umsókn um breytingu á nýtingarhlutfalli

Málsnúmer 2022050650Vakta málsnúmer

Erindi Brynjólfs Árnasonar f.h. Libertas ehf. dagsett 12. maí 2022 þar sem óskað er eftir breytingu á nýtingarhlutfalli lóðar úr 0,6 í 0,62 þar sem kjallari var rangt skráður á upprunalegum teikningum.

Meðfylgjandi eru aðalteikningar.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi með vísan í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Hafnarstræti 90 - umsókn um nýtingu gangstéttar

Málsnúmer 2022050575Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2022 þar sem Einar Hannesson leggur inn umsókn um leyfi til að hafa stóla og borð utandyra framan við veitingastað hans í húsi nr. 90 við Hafnarstræti.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim skilmálum að farið verði eftir ákvæðum sem sett eru eru fram í Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Helgamagrastræti 9 - fyrirspurn varðandi breytingar

Málsnúmer 2022041863Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 1. apríl 2022 þar sem Rebekka Kristín Garðarsdóttir leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi nr. 9 við Helgamagrastræti. Fyrirhugað er að útbúa bílastæði á lóð, breyta gluggum hússins og byggja við húsið. Meðfylgjandi er greinargerð.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 20. apríl sl. og var afgreiðslu frestað þar til umsögn Minjasafnsins á Akureyri lægi fyrir. Sú umsögn liggur nú fyrir og er hún á þá leið að ekki er mælt með breytingum á gluggum og útihurð hússins. Ekki er hinsvegar gerð athugasemd við fyrirhugaða stækkun á viðbyggingu vestan við húsið svo framarlega sem hún spilli ekki yfirbragði hússins eða götumynd.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar umbeðnum breytingum á gluggum og útidyrahurð hússins í ljósi umsagnar Minjasafnsins á Akureyri.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Umsókn um úrtak fyrir bílastæði er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

7.Helgamagrastræti 9 - fyrirspurn varðandi bílgeymslu

Málsnúmer 2022050455Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Rebekku Kristínar Garðarsdóttur dagsett 13. maí 2022 varðandi byggingu bílgeymslu norðan við hús nr. 9 við Helgamagrastræti.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þar til fyrir liggja drög að útliti fyrirhugaðrar viðbyggingar.

8.Helgamagrastræti 38 - fyrirspurn varðandi bílskýli

Málsnúmer 2022050315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Hörpu Steingrímsdóttur og Vignis Más Þormóðssonar leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskýlis við hús nr. 38 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Helgamagrastrætis 40.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Hlíðargata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og bílskýli

Málsnúmer 2022050316Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Hallur Kristmundsson f.h. Lækjarsels ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Hlíðargötu. Fyrirhugað er að einangra og klæða húsið, fjarlægja skyggni yfir inngangi, bæta við bílskýli fyrir tvo bíla og steypa vegg á lóðamörkum við Oddeyrargötu 36. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hall Kristmundsson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir húseigendum við Hlíðargötu 1, 3 og 4 og Oddeyrargötu 34 og 36.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Nonnahagi 15 - beiðni um breytta eignaskráningu lóðar

Málsnúmer 2022050350Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2022 þar sem Jón Kristinn Valdimarsson og Birna Hadda Ómarsdóttir óska eftir að lóð þeirra nr. 15 við Nonnahaga verði einungis skráð á nafn Birnu Höddu Ómarsdóttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

11.Goðanes 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022050235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2022 þar sem Gráskalli ehf. sækir um lóð nr. 3 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka og greinargerð um byggingaráform.
Skipulagsráð samþykkir ekki úthlutun lóðarinnar með þeim skilmálum sem settir eru fram í umsókn.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsfulltrúa er falið að ræða við umsækjanda um aðra kosti í sambandi við lóðaval.

12.Hulduholt 27 - 2. auglýsing - allar umsóknir

Málsnúmer 2022050633Vakta málsnúmer

Annarri umferð auglýsingar á lóðinni Hulduholti 27 lauk þann 11. maí sl.

Tólf umsóknir bárust, allar frá einstaklingum.

Fyrir skipulagsráði liggur að draga milli þeirra umsækjenda sem teljast gjaldgengir í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um lóðaúthlutun.

Umsækjendum var boðið að vera viðstaddir útdrátt.

Stefán Þengilsson f.h. Sverris Bergssonar, Bjarni Sigurðsson, Atli Már Bjarnason, Andri Már Bjarnason, Sverrir Guðmundsson og Hannes Indriði Kristjánsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Við útdrátt féll lóðin í hlut Sverris Bergssonar.

Stefnt er að því að lóðin verði byggingarhæf 20. maí 2022. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 861. fundar, dagsett 28. apríl 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

14.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 862. fundar, dagsett 5. maí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

15.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 863. fundar, dagsett 12. maí 2022, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:42.