Hafnarstræti 90 - umsókn um nýtingu gangstéttar

Málsnúmer 2022050575

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 382. fundur - 18.05.2022

Erindi dagsett 11. maí 2022 þar sem Einar Hannesson leggur inn umsókn um leyfi til að hafa stóla og borð utandyra framan við veitingastað hans í húsi nr. 90 við Hafnarstræti.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim skilmálum að farið verði eftir ákvæðum sem sett eru eru fram í Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna nýtingar gangstétta- og göturýmis í göngugötu og Ráðhústorgi.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.