Skipulagsráð

294. fundur 27. júní 2018 kl. 08:00 - 09:00 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Orri Kristjánsson
  • Ólafur Kjartansson
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Bjarki Jóhannesson byggingarfulltrúi
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá
Grétar Ásgeirsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar.
Orri Kristjánsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Arnfríðar Kjartansdóttur.

Formaður óskaði eftir að taka lið 1. Trúnaðaryfirlýsing bæjartulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022, lið 2. Trúnaðaryfirlýsing starfsmanna ráð og nefnda 2018 - 2022 og lið 8. Goðanes 7 - umsókn um lóð með fyrirvara inn á dagskrá sem voru ekki á útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

Málsnúmer 2018060368Vakta málsnúmer

Trúnaðaryfirlýsingar aðal- og varamanna og áheyrnarfulltrúa skipulagsráðs lagðar fram og undirritaðar.

2.Trúnaðaryfirlýsing starfsmanna ráða og nefnda 2018 - 2022

Málsnúmer 2018060369Vakta málsnúmer

Trúnaðaryfirlýsingar starfsmanna skipulagsráðs lagðar fram og undirritaðar.

3.Kostnaður við færslu lagna vegna skipulags og framkvæmda

Málsnúmer 2017040154Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að verklagsreglum um lagnir í landi Akureyrarkaupstaðar. Tómas Björn Hauksson, forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði, mætti á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsráð þakkar Tómasi fyrir kynninguna, gerir ekki athugasemdir við verklagsreglurnar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

4.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018010262Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar breytt nýtingarhlutfall á lóðinni Geirþrúðarhagi 4 auk þess sem stærðardreifing íbúða í samræmi við umsókn var samþykkt. Í breytingunni sem nú er lögð fram er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækki úr 0.43 í 0.56.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg og mælir með að bæjarstjórn samþykki hana með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á grenndarkynningu.

5.Oddeyrarbót 2 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018060488Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Svans Daníelssonar fyrir hönd Hvalaskoðunnar Akureyrar ehf.,dagsett 19. júní 2018, þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags sem ná til lóðarinnar Oddeyrarbót 2 verði breytt þannig að heimilt verði að byggja þar 300 fm hús á tveimur hæðum. Samkvæmt núgildandi skilmálum er heimilt að byggja allt að 200 fm hús á einni hæð. Meðfylgjandi eru drög að mögulegu útliti byggingar.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til fyrir liggur umsögn hafnaryfirvalda.

6.Kjarnalundur - breyting á deiliskipulagi vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2017120065Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 13. desember 2017 var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar sem varðar viðbyggingu fyrir Hótel Kjarnalund. Í breytingunni sem nú er lögð fram er afmarkaður byggingarreitur við norðvesturhorn núverandi byggingar þar sem heimilt verður að byggja 180 fm viðbyggingu.
Í samræmi við fyrri bókun ráðsins er mælt með að bæjarstjórn samþykki breytinguna með vísun í 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.

7.Goðanes 5 - umsókn um lóð með fyrirvara

Málsnúmer 2018060491Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haraldar Árnasonar fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, dagsett 20. júní 2018, þar sem sótt er um lóðina Goðanes 5. Fram kemur að umsókn um lóðina er með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að nýtingarhlutfall verði 0.32 í stað 0.30, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og heimilar umsækjenda að útbúa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

8.Goðanes 7 - umsókn um lóð með fyrirvara

Málsnúmer 2018060570Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Haraldar Árnasonar fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, dagsett 20. júní 2018, þar sem sótt er um lóðina Goðanes 7. Fram kemur að umsókn um lóðina er með fyrirvara um að heimilt verði að breyta deiliskipulagi svæðisins á þann veg að nýtingarhlutfall verði 0.32 í stað 0.30, að sameiginleg innkeyrsla verði fyrir lóðirnar og að hæðarkótum verði breytt og húsin stölluð.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og heimilar umsækjenda að útbúa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að grenndarkynna breytinguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

9.Naust 2 - ósk um viðræður og rekstrarleyfi fyrir glamping svæði

Málsnúmer 2018050291Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 21. júní 2018 var erindi Magna Rúnars Magnússonar og Hörpu Birgisdóttur, dagsettu 12. maí 2018, um viðræður um rekstur á "glamping" (glamorous camping) á Naustum 2 vísað til skipulagsráðs.
Að mati skipulagsráðs er forsenda uppbyggingar að gerð verði breyting á bæði aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Að mati ráðsins liggja ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir til að taka ákvörðun um breytingu á skipulagi svæðisins. Skipulagsráð felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur og er afgreiðslu málsins því frestað.

10.Móasíða 1 - nýting húsnæðis fyrir íbúðir

Málsnúmer 2018030116Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjanda, móttekin 18. júní 2018. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní 2018. Auk ofangreindra gagna er nú lögð fram yfirlýsing eigenda íbúða við Móasíðu 1 dagsett 12. júní 2018 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdir á lóðinni verði samþykkt sem og tillaga að svörum um innkomnar athugasemdir.

11.Þórunnarstræti, framhjáhlaup - deiliskipulagsbreyting við Gleráreyrar

Málsnúmer 2018040318Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 2. maí sl. var samþykkt að heimila gerð deiliskipulagsbreytingar í samræmi við umferðaröryggisaðgerðir á þjóðvegi 1 með því að gera ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til hægri, til suðurs inn á Glerárgötu. Er nú lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi dagsett 22. júní 2018 þar sem gert er ráð fyrir framhjáhlaupi, skipulagssvæðið hefur verið aðlagað að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 09:00.