Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjanda, móttekin 18. júní 2018. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní 2018. Auk ofangreindra gagna er nú lögð fram yfirlýsing eigenda íbúða við Móasíðu 1 dagsett 12. júní 2018 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.