Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Síðuskóla vegna breytinga á innkeyrslu á lóðina var auglýst frá 16. ágúst með athugasemdafresti til 27. september 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu bæjarins.
2 athugasemdir bárust:
1) Guðmundur Karl Atlason, dagsett 26. ágúst 2017.
Guðmundur kemur með aðrar tillögur að gatnamótum við Síðuskóla.
a) Að hringtorg verði sett á gatnamót Bugðusíðu, Arnarsíðu og innkeyrslu að Síðuskóla.
b) Hámarkshraði á skólalóð verði 15 km/klst.
c) Arnarsíða verði opnuð niður að Hlíðarbraut.
2) Dýrleif Skjóldal og Rúnar S. Arason, dagsett 2. október 2017.
Mótmæla harðlega færslu á innkeyrslu til norðurs. Telja að við það verði umferðarteppan enn verri.
Þau leggja til að þrengingum við gangbraut sunnan Arnarsíðu verði sleppt vegna hættu á umferðarteppu, vilja láta færa aðkomu að skólanum í Vestursíðu eða að máluð verði hvít lína fyrir framan gangstéttina á lóð Síðuskóla og sett upp skilti sem segir fólki að það sé að koma út af plani og eigi því ekki rétt fyrir umferð sem kemur úr Arnarsíðu.
1 umsögn barst:
1) Norðurorka, dagsett 22. ágúst 2017.
Í Bugðusíðunni liggur 180PEH vatnsveitu-stofnlögn sem ætti þó ekki að vera í hættu þegar hraðahindrunin verður gerð, en svo liggur heimlögn 75PEH að Síðuskóla undir fyrirhugaðri heimkeyrslu að skólanum.
Því þarf að passa heimlögnina að Síðuskóla þegar farið verður í færslu á heimkeyrslunni og hvetjum við til þess að haft verði samband við okkur áður en framkvæmdir hefjast varðandi nánari upplýsingar.
Í viðhenginu er mynd af vatnslögnum á svæðinu og þar eru þessar tvær lagnir merktar sérstaklega. Lagnir rafveitu og fráveitu má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.
Stefán Friðrik Stefánsson D-lista mætti í forföllum Sigurjóns Jóhannessonar.