Málsnúmer 2014100070Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 8. október 2014 þar sem Sævar Helgason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um breytingu á deiliskipulagi við Ásatún 40-48 í 1. áfanga Naustahverfis.
Breytingarnar felast m.a. í að byggingarreitum verði hnikað til innan lóðar, lóð stækkuð um 2m til norðurs, kvöð um bílgeymsluhæð verði felld niður og hæðin nýtt undir íbúðir sem fjölgar úr 46 í 60. Bílastæðakrafa helst óbreytt og hámarkshæð húsanna breytist ekki.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 15. október 2014 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf. og er dagsett 12. nóvember 2014.
Formaður bar upp ósk um að fá að taka fyrir lið nr. 12, "Norður - Brekka, neðri hluti - deiliskipulag", sem ekki var í útsendri dagskrá og var það samþykkt.