Langamýri 12 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2025030140

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1007. fundur - 07.03.2025

Erindi dagsett 4. mars 2025 þar sem Ármann Benjamínsson sækir um bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús nr. 12 við Löngumýri.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 3,5 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.