Tiltekt á iðnaðar- og athafnalóðum

Málsnúmer 2025020487

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Lagt fram til kynningar minnisblað um átak í umhverfismálum á iðnaðar- og athafnasvæðum bæjarins sem fyrirhugað er að setja í gang í vor.
Skipulagsráð fagnar því að farið verði í umhverfisátak og hvetur stofnanir, fyrirtæki og aðra hlutaðeigandi til að taka virkan þátt í átakinu með sveitarfélaginu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 181. fundur - 18.03.2025

Kynnt verkefni um hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnalóðum í samstarfi við skipulagssvið.

Steinunn Karlsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð bindur miklar vonir við að hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnalóðum muni skila markverðum árangri og hvetur öll sem málið varðar til þátttöku.