Hafnarstræti 99-101 - umsókn um byggingaráform

Málsnúmer 2024021247

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 418. fundur - 28.02.2024

Erindi dagsett 26. janúar 2024 þar sem að Jón Davíð Ásgeirsson f.h. KK Bygg ehf. sækir um að breyta 2. hæð matshluta 3 af Hafnarstræti 99-101 í 3 íbúðir. Breytt er fyrirkomulagi innandyra á hæðinni og samhliða því eru byggðar svalir sem eru endurteiknaðar og breyttar miðað við áður samþykktar teikningar frá 2006.

Málinu var vísað frá byggingarfulltrúa á 952. fundi þann 1. febrúar 2024.
Skipulagsráð telur að ekki séu forsendur til þess að heimila íbúðir á Miðbæjarsvæði M2 með vísun í stefnumörkun aðalskipulagsins um að almennt sé ekki heimilt að breyta verslunar- og skrifstofurými á þessu svæði í gistirými.