Liður 22 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. janúar 2024:
Erindi Guðbrands Sigurðssonar dagsett 25. janúar 2024, f.h. Brynju leigufélags, þar sem óskað er eftir að fá úthlutað lóðinni Heiðarmóa 10-14. Er jafnframt óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á þann veg að á lóðinni megi byggja 6 tveggja herbergja íbúðir. Er umsóknin í samræmi við samkomulag félagsins og Akureyrarbæjar frá því í ágúst 2022 um að bæta við 32 íbúðum við leigusafnið á tímabilinu 2022 til 2026.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn, með vísun í samkomulag við Brynju leigufélag frá því í ágúst 2022, að lóðinni verði úthlutað til Brynju leigufélags án auglýsingar.
Með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, samþykkir skipulagsráð jafnframt að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi um fjölgun íbúða. Ekki er samþykkt að gerð verði breyting á fyrirliggjandi gatnahönnun. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er samþykkt að hún verði samþykkt án grenndarkynningar með fyrirvara um jákvæða umsögn Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, samþykkir skipulagsráð jafnframt að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi um fjölgun íbúða. Ekki er samþykkt að gerð verði breyting á fyrirliggjandi gatnahönnun. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er samþykkt að hún verði samþykkt án grenndarkynningar með fyrirvara um jákvæða umsögn Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.