Þingvallastræti 31 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024010742

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 950. fundur - 19.01.2024

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd G.M.Í. ehf. sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Þingvallastræti. Óskað er eftir að byggja vinnustofu. Innkomin gögn eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 970. fundur - 06.06.2024

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd G.M.Í. ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Þingvallastræti. Óskað er eftir að byggja vinnustofu. Innkomin gögn eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 971. fundur - 13.06.2024

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem Ívar Hauksson fyrir hönd G.M.Í. ehf, sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31 við Þingvallastræti. Óskað er eftir að byggja vinnustofu. Innkomin ný gögn 8. júní 2024 eftir Ívar Hauksson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Skilyrt er að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framkvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.