Sameining Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Málsnúmer 2024010005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3835. fundur - 25.01.2024

Rætt um fýsileikakönnun vegna sameiningar Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor Háskólans á Akureyri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarfulltrúarnir Halla Björk Reynisdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir sátu undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3882. fundur - 27.02.2025

Rætt um sameiningarviðræður Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst.

Áslaug Ásgeirsdóttir rektor Háskólans á Akureyri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri fyrir komuna.