Hönnun á innilaug í Akureyrarsundlaug

Málsnúmer 2023120425

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 5. fundur - 12.12.2023

Nú er verið að endurvekja og fullhanna innilaugina í Sundlaug Akureyrar. Það eru tvær hugmyndir í gangi. Samráðshópurinn var sáttur við tillögu 1 þegar hún var kynnt á sínum tíma.

Ágúst arkitekt hafði samband við þá sem sjá um uppbyggingu Grensáslaugar. Þau höfðu hætt við að hafa ramp ofan í laug, þess í stað sett lyftu.

Það er viss hætta á að einhverjum skriki fótur í rampi sökum halla á honum, erum alveg í efri mörkum á halla.

Ef þið viljið halda ykkur við tillögu 1 þá er það samt enn inn í myndinni.
Samráðshópurinn heldur sig við tillögu 1, bæði ramp og lyftu.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7. fundur - 30.04.2024

Hönnun innilaugar hefur tekið töluverðum breytingum frá þeirri tillögu að hönnun sem var kynnt fyrir samráðshópnum.

Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið og kynnti nýjar tillögur.
Samráðshópurinn lýsir yfir mikilli ánægju með nýja útfærslu á teikningum af innilauginni sem munu nýtast mjög vel.