Ósk um niðurgreiðslu á öryggishnappi til dagforeldra

Málsnúmer 2023100098

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Erindi dagsett 21. ágúst 2023 frá stjórn Dagvistunar, félags dagforeldra á Akureyri, þar sem félagið óskar eftir því að Akureyrarbær niðurgreiði að fullu, öryggishnapp til dagforeldra sem eru skyldugir til að bera slíkan í sinni vinnu sbr. ný reglugerð vegna daggæslu barna í heimahúsum.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið að hluta og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.