Erindi frá fagráði leikskólastjóra

Málsnúmer 2023100056

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Erindi dagsett 29. september 2023 frá fagráði leikskólastjóra til fræðslu- og lýðheilsuráðs sent að beiðni leikskólastjóra á Akureyri. Erindið er ítrekun og eftirfylgni bréfs sem fór til ráðsins í október 2022.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fagráði leikskólastjóra fyrir erindið og tekur undir áhyggjur fagráðsins. Nú hefur verið farið af stað með skráningardaga og áform eru um sex gjaldfrjálsa tíma á dag og er vilji til að sjá hvaða árangri þessar aðgerðir skila áður en farið er í aðrar aðgerðir. Árangursmat skal liggja fyrir eigi síðar en í lok júní 2024.