Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 13. september 20223:
Öldungaráð lýsir sérstakri ánægju með hve vel hefur tekist til með hádegismatinn í Sölku og Birtu undanfarið. Ljóst er að félagslegi þáttur þess að koma saman og borða hefur mikil og góð áhrif á líðan og heilsufar eldra fólks.
Öldungaráð skorar á fræðslu- og lýðheilsuráð að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks og hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.