Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2023040666

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 30. fundur - 24.04.2023

Ósk um breytingu á skóladagatali Brekkuskóla vegna skipulagsdags starfsmanna skólans.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 42. fundur - 27.11.2023

Brekkuskóli óskar eftir að fá að breyta skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2023-2024 vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks. Breytingin felst í að færa tvo skipulagsdaga, 22. janúar og 15. apríl, til 5. og 6. júní 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu og lýðheilsuráð samþykkir breytingu á skóladagatali Brekkuskóla.