Samgöngusamningar

Málsnúmer 2023030186

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3525. fundur - 07.03.2023

Umræða um samgöngusamninga hjá Akureyrarbæ.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur áhuga á því að taka fyrstu skrefin við innleiðingu samgöngusamninga við starfsmenn sveitarfélagsins á árinu 2024, með það að markmiði að stuðla að vistvænni lífsstíl, bæta líðan og hvetja til þess að starfsfólk ferðist til og frá vinnu með öðrum hætti en á einkabílnum. Samgöngusamningarnir verði hluti af aðgerðaáætlun umhverfis- og loftslagsstefnu sem nú þegar er í vinnslu. Mannauðs- og fjársýslusviði er falið að leggja fram tillögur að sviðsmyndum innleiðingu samgöngusamninga og kostnaði við þá. Bæjarstjórn taki að lokum afstöðu til þess hvaða sviðsmynd henti og gert verði ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar árið 2024.


Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jón Hjaltason og Andri Teitsson.
Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borinn upp til atkvæða.

Tillagan var samþykkt samhljóða með 11 greiddum atkvæðum.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Á fundi bæjarstjórnar 7. mars sl. var samþykkt að gera sviðsmyndir og greina kostnað við samgöngusamninga hjá Akureyrarbæ, með það að markmiði að stuðla að vistvænni lífsstíl, bæta líðan og hvetja starfsfólk til að ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en einkabíl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir, með fjórum atkvæðum, að fresta innleiðingu samgöngusamninga, þannig að ekki verði gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun næsta árs. Lagt verður mat á verkefnið að nýju í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2025. Bæjarráð telur að fyrstu skrefin til að ná markmiðum um umhverfisvænar samgöngur séu að bæta aðstöðu starfsfólks og þjónustuþega með gerð hjólaskýla við stofnanir bæjarins. Gert er ráð fyrir því í framkvæmdaáætlun 2024-2027.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er leitt að ekki liggi fyrir tillögur að sviðsmyndum við innleiðingu samgöngusamninga og kostnað við þá, líkt og bæjarstjórn tók ákvörðun um á sínum tíma. Hins vegar er jákvætt að málið sé ekki slegið út af borðinu, heldur aðeins frestað. Mikilvægt er að vanda undirbúning við innleiðingu samgöngusamninga vel, þannig að þeir skili tilsettum árangri.