Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:
Lagður fram þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks til samþykktar.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti þar sem gert er ráð fyrir að Akureyrarbær veiti að lágmarki 170 og að hámarki 350 notendum þjónustu á grundvelli samningsins og vísar honum til samþykktar í bæjarráði.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.