Naustagata 13 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022070825

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 385. fundur - 10.08.2022

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu. Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um nánari forsendur.

Skipulagsráð - 387. fundur - 14.09.2022

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 10. ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 388. fundur - 28.09.2022

Erindi dagsett 26. júlí 2022 þar sem Kista byggingarfélag sækir um lóð nr. 13 við Naustagötu.

Meðfylgjandi er greinargerð um byggingaráform ásamt yfirlýsingu viðskiptabanka.

Erindið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. september sl. og var afgreiðslu frestað.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð samþykkir erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn.

Tillagan var borin upp til atkvæða. Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði með tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Skarphéðinn Birgisson F-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Skarphéðinn Birgisson F-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð hafnar erindinu en felur skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum útboðsskilmálum fyrir lóðina.

Tillagan var borin upp til atkvæða. Þórhallur Jónsson D-lista og Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Skarphéðinn Birgisson F-lista greiddu atkvæði með tillögunni.


Úthlutun lóðarinnar er því synjað.


Þórhallur Jónsson D-lista, Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað að þau telji rétt að úthluta lóðinni til Kistu byggingarfélags og heimila þeim að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina í samræmi við umsókn, enda hafi aðrir aðilar ekki sýnt lóðinni áhuga og íbúar kallað eftir verslun í hverfinu sem nú er nánast fullbyggt.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Skarphéðinn Birgisson F-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óska bókað eftirfarandi: Við teljum heppilegra að fela skipulagsfulltrúa að útfæra tillögu að nýjum útboðsskilmálum fyrir lóðina, enda teljum við æskilegt að lóðin verði skilgreind sem þróunarlóð og að öllum sé gefinn jafn kostur á því að sækjast eftir lóðinni á breyttum forsendum. Mikilvægt er að opinbert stjórnvald gæti jafnræðis þegar horft er til úthlutunar á takmörkuðum gæðum.