Spítalavegur 15A og 15B - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021120326

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 372. fundur - 22.12.2021

Erindi dagsett 6. desember 2021 þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir sækir um breytt skipulag lóðar nr. 15 við Spítalaveg. Óskað er eftir skiptingu lóðarinnar í Spítalaveg 15A og 15B þar sem Spítalavegur 15A verður tvíbýlishúsið sem nú stendur innan lóðarmarka eignarlóðarinnar en Spítalavegur 15B verður ný byggingarlóð á leigulóð. Jafnframt er óskað eftir 230 m² stækkun leigulóðar og að gerður verði lóðarleigusamningur. Meðfylgjandi er greinargerð.
Þar sem hafin er vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins vísar skipulagsráð erindinu til skoðunar í þeirri vinnu.

Skipulagsráð - 439. fundur - 12.02.2025

Lagt fram að nýju erindi dagsett 6. desember 2021 þar sem Þórdís Katla Einarsdóttir óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Spítalaveg 15.

Óskað er eftir að fá að skipta lóðinni upp í tvær lóðir þar sem að Spítalavegur 15 er að hluta til eignarlóð. Skipulagsráð tók málið fyrir 22. desember 2021 þar sem málið var flutt undir deiliskipulagsbreytingu fyrir Tónatröð og hefur málið ekki verið tekið upp síðan.
Skipulagsráð hafnar erindinu.