Barnvænt sveitarfélag

Málsnúmer 2021101490

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Sigríður Ásta Hauksdóttir verkefnastjóri barnvæns samfélags kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Snjólaug Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 14. fundur - 22.08.2022

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístunda kom á fundinn og gerði grein fyrir innleiðingu barnvæns sveitarfélags.

Akureyrarbær fékk fyrst sveitarfélaga á Íslandi viðurkenningu frá UNICEF árið 2020. Að vera barnvænt sveitarfélag þýðir að sveitarfélagið hefur skuldbundið sig til að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir hugmyndafræði verkefnisins. Viðurkenningin gildir í þrjú ár og stefnir sveitarfélagið að endurnýjun viðurkenningarinnar árið 2023.

Ungmennaráð - 43. fundur - 04.09.2023

Fræðslu- og lýðheilsuráð fól Karen Nóadóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags og Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að aðlaga gátlista varðandi barnvænt hagsmunamat vegna barnvæns sveitarfélags sem tekinn yrði fyrir í lok hvers fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs. Um er að ræða tilraunaverkefni til loka árs 2023. Karen kynnti gátlistann fyrir ungmennaráði og fór yfir fyrirkomulagið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 38. fundur - 25.09.2023

Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála, Karen Nóadóttir verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags og Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs kynntu hugmynd að útfærslu á gátlista vegna barnvæns sveitarfélags fyrir ráðinu.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur Karen Nóadóttir verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags og Bjarka Ármanni Oddssyni forstöðumanni skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs að aðlaga gátlista vegna barnvæns sveitarfélags sem tekinn yrði fyrir í lok hvers fundar fræðslu- og lýðheilsuráðs. Um er að ræða tilraunaverkefni til loka árs 2023.

Ungmennaráð - 47. fundur - 07.02.2024

Rætt var um næstu skref varðandi gátlistann fyrir barnvænt hagsmunamat. Ungmennaráð telur breytinguna, þ.e. að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi tekið upp gátlistann, afar jákvæða.
Ungmennaráð finnur fyrir jákvæðum breytingum á bæði fjölda og eðli mála sem það fær til umsagnar. Aftur á móti er greinilegt að skerpa þurfi á öðrum leiðum til að eiga samráð við börn, öðrum en að senda málin eingöngu til ungmennaráðs, og minna á möguleikann að vinna það fyrr í ferli mála, jafnvel áður en þau eru tekin fyrir á fundum fræðslu- og lýðheilsuráðs.

Ungmennaráð sér ekkert því til fyrirstöðu að önnur ráð bæjarins geti tekið upp barnvænt hagsmunamat á sínum fundum, með aðstoð frá t.d. fulltrúum ráðsins á fyrstu fundum og vill að það innleiðingarferli fari sem fyrst af stað. Ráðið felur umsjónarmanni ráðsins að vinna það áfram.