Laugargata 3 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna reiðhjólaverkstæðis

Málsnúmer 2021030443

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Lögð fram fyrirspurn Þórhalls M. Kristjánssonar dagsett 4. mars 2021 um hvort heimild fáist til að reka reiðhjólaverkstæði í bílskúr við Laugagötu 3 sumarið 2021.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna umsókn um breytta notkun skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu fyrirspurn Þórhalls M. Kristjánssonar dagsett 4. mars 2021 um hvort heimild fáist til að reka reiðhjólaverkstæði í bílskúr við Laugargötu 3 sumarið 2021. Engin athugasemd barst.
Þar sem engin athugasemd barst við grenndarkynningu málsins gerir skipulagsráð ekki athugasemd við breytingu á notkun og vísar málinu til afgreiðslu bygggingarfulltrúa.
Fylgiskjöl:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 812. fundur - 29.04.2021

Erindi dagsett 4. mars 2021 þar sem Þórhallur M. Kristjánsson leggur inn fyrirspurn varðandi að starfrækja reiðhjólaverkstæði í bílgeymslu við hús nr. 3 við Laugargötu sumarið 2021. Erindið fór í grenndarkynningu og fyrir skipulagsráð sem tók jákvætt í erindið þann 28. apríl sl. og vísaði því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi samþykkir breytingu á notkun bílgeymslunnar tímabundið til 1. október 2021.