Laxagata 4 - fyrirspurn um fjölgun gistieininga

Málsnúmer 2021030340

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. mars 2021, f.h. eigenda Laxagötu 4, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta eldra bakhúsi í 3 gistieiningar. Fram kemur að möguleiki sé á að koma 3 bílastæðum fyrir á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna tillögu um að breyta bakhúsi í 3 gistieiningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 3. mars 2021 fyrir hönd eigenda Laxagötu 4, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta eldra bakhúsi í 3 gistieiningar. Fram kemur að möguleiki sé á að koma 3 bílastæðum fyrir á lóðinni. Ein athugasemd barst.
Skipulagsráð samþykkir að núverandi bakhúsi á lóð Laxagötu 4 verði breytt í þrjár gistieiningar. Umrætt svæði er á miðsvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi þar sem heimilt er að vera með rekstrarleyfisskylda gististarfsemi. Þá eru þegar 3 bílastæði á lóðinni auk þess sem gott aðgengi er að almennum bílastæðum í næsta nágrenni. Skipulagsráð samþykkir jafnframt tillögu að svörum við efni athugasemdar. Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa þegar umsókn berst.
Fylgiskjöl: