Notendaráð fatlaðs fólks - beiðni um umsögn vegna starfsleyfis NPA umsýsluaðila

Málsnúmer 2021011442

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 14. fundur - 26.01.2021

Samráðshópi um málefni fatlaðs fólks er boðið að senda umsögn vegna umsóknar Rögnu Hrundar Hjartardóttur /Þórhildar Sverrisdóttur f.h. NPA umsýsluaðila, félagasamtaka um starfsleyfi til að annast umsýslu vegna samninga sem gerðir eru vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar.
Samráðshópurinn lýsir yfir ánægju sinni með að kominn sé aðili á norðurlandi sem er tilbúinn til að vinna með NPA notendum við umsýslu samninga og mælir með að veitt verði starfsleyfi til viðkomandi.