Embla K. Blöndal kynnti.
Ungmennaráð bendir á mikilvægi þess að upplýsa ungt fólk betur um réttindi sín og hvert þau geti leitað þegar þau verða fyrir ofbeldi eða áreitni af einhverju tagi, þá sérstaklega þolendur kynferðisofbeldis. Þá er mikilvægt að unnið sé að úrræðum fyrir ungt fólk í þessari stöðu sem finnur sér ekki stað í kerfinu. Það er einnig mikilvægt að ræða um þær alvarlegu afleiðingar sem þolendur kynferðisofbeldis sem verða fyrir því á barnsaldri, upplifa. Þær afleiðingar fela í sér meðal annars kvíða, þunglyndi, aukna áhættuhegðun og fleira sem vill oft verða kostnaðarsamt fyrir ríki og sveitarfélög.