Hildur Lilja Jónsdóttir kynnti.
Á Stórþingi ungmenna, sem ungmennaráð Akureyrar stýrði, sem fram fór í Hofi þann 6. september 2019 fengu ungmenni Akureyrarbæjar tækifæri til að tjá sig um sínar aðstæður og sín réttindi. Þar kom í ljós að ungt fólk í Hrísey, sem tilheyrir Akureyrarbæ, upplifir að það hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn og ungmenni í sveitarfélaginu. Ungmennaráð veltir fyrir sér hvort að börn eyjasamfélaga Akureyrar séu að gleymast. Er betra að vera ungmenni á einum stað í Akureyrarbæ en öðrum?