Erindi dagsett 23. janúar 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdarleyfi skv. 13 gr. skipulagslaga nr.123/2010, vegna framkvæmda samkvæmt gildandi aðal- og deiliskipulagi.
Um er að ræða gerð að- og fráreina frá Miðhúsabraut og inn á bílastæði Bónuss við Kjarnagötu. Gerð miðeyju á Miðhúsabraut og breikka götuna sem nemur breidd eyjunnar.
Meðfylgjandi eru teikningar sem sýna fyrirhugaða framkvæmd.
Verkið er samvinnuverkefni Akureyrarbæjar og Bónuss.
Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:
Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.