Góð reynsla er komin á samstarf UNICEF á Íslandi og Akureyrarbæjar um barnvænt sveitarfélag. Fimm leikskólar hafa þegar hafið vinnu að því að verða Réttindaskólar UNICEF. Þegar skóli ákveður að verða Réttindaskóli skuldbindur hann sig að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Fyrir liggur tillaga frá UNICEF að áætlun um innleiðingu Barnasáttmálans í alla leikskóla Akureyrarbæjar.
Karen Nóadóttir verkefnastjóri Barnvæns sveitarfélags sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.