Erindi barst frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 5. mars 2019 um könnun á innleiðingu aðalnámskrár grunnskóla.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur hafið undirbúning á endurskoðun aðalnámskrár grunnskóla frá 2011 og 2013. Einn þáttur þeirrar endurskoðunar er könnun á því meðal grunnskóla hvernig gengið hefur að innleiða aðalnámskrá og til að afla upplýsinga um hvernig ráðuneytið getur í framtíðinni betur stutt við innleiðingu aðalnámskrár.
Naustaskóli er einn fjögurra skóla utan höfuðborgarsvæðisins sem valinn hefur verið til úttektar á hvernig til hefur tekist. Annars vegar verður send rafræn könnun til skólastjóra og hins vegar verður farið í vettvangsheimsókn.