Lögð fram að tillaga að breytingum á deiliskipulagi Glerárvirkjunar II í samræmi við beiðni Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sem tekin var fyrir á fundi skipulagsráðs 12. desember 2018. Eru breytingarnar settar fram á þremur uppdráttum og fela í sér breytingu á legu og gerð göngustíga, staðsetningu bílastæðis/áningarstaðar, lagfæringu á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2019. Til viðbótar við áður innsend gögn liggur nú fyrir bréf frá Fallorku, dagsett 21. janúar 2019, þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir útfærslu stíga við Glerárstíflu.