Markaðsstofa Norðurlands - beiðni um endurnýjun samnings til ársloka 2021

Málsnúmer 2018090388

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 262. fundur - 04.10.2018

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem þess er farið á leit að samningur Akureyrarbæjar og MN sem rennur út um nk. áramót verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021.

Arnheiður Jóhannsdóttir og Björn H. Reynisson verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar mættu á fundinn og fóru yfir starfsemi markaðsstofunnar.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir góða kynningu og felur starfsmönnum að leggja fram drög að endurnýjuðum samningi á næsta fundi.

Stjórn Akureyrarstofu - 264. fundur - 01.11.2018

Erindi dagsett 21. september 2018 frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands þar sem þess er farið á leit að samningur Akureyrarbæjar og MN sem rennur út um nk. áramót verði endurnýjaður til þriggja ára eða til ársloka 2021.

Erindið var áður til umræðu á fundi stjórnar þann 4. október sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir endurnýjun á samningi við MN.

Stjórn Akureyrarstofu - 267. fundur - 06.12.2018

Lagður fram til samþykktar endurnýjaður samningur við Markaðsstofu Norðurlands.
Finnur Sigurðsson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Legg til að upphæð samningsins verði lækkuð um 1 milljón til að nota í kynningarmál sem beint er sérstaklega að þjónustu á vegum Akureyrarbæjar.



Tillagan er felld með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur L-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Evu Hrundar Einarsdóttur D lista.



Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur L-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Evu Hrundar Einarsdóttur D lista og vísar honum til endanlegrar samþykktar hjá bæjarráði.

Finnur Sigurðsson V-lista greiðir atkvæði á móti.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 6. desember 2018:

Lagður fram til samþykktar endurnýjaður samningur við Markaðsstofu Norðurlands.

Finnur Sigurðsson V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Legg til að upphæð samningsins verði lækkuð um 1 milljón til að nota í kynningarmál sem beint er sérstaklega að þjónustu á vegum Akureyrarbæjar.

Tillagan er felld með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur L-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Evu Hrundar Einarsdóttur D lista.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Önnu Fanneyjar Stefánsdóttur L-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Evu Hrundar Einarsdóttur D lista og vísar honum til endanlegrar samþykktar hjá bæjarráði.

Finnur Sigurðsson V-lista greiðir atkvæði á móti.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun stjórnar Akureyrarstofu.